Norður ♠ D ♥ D1032 ♦ KD10642 ♣ D5 Vestur ♠ K9853 ♥ 765 ♦ G875 ♣ 3 Austur ♠ 7642 ♥ G4 ♦ Á93 ♣ G1087 Suður ♠ ÁG10 ♥ ÁK98 ♦ -- ♣ ÁK9642 Suður spilar 7♥

Norður

♠ D

♥ D1032

♦ KD10642

♣ D5

Vestur

♠ K9853

♥ 765

♦ G875

♣ 3

Austur

♠ 7642

♥ G4

♦ Á93

♣ G1087

Suður

♠ ÁG10

♥ ÁK98

♦ --

♣ ÁK9642

Suður spilar 7♥.

Áður en lengra er haldið: Kemur lesandinn auga á vinningsleið í 7♥ með trompi út?

Spilið er frá netæfingu landsliðsparanna í síðustu viku. Alslemma í hjarta var sögð á tveimur borðum og fór niður í báðum tilfellum. Sagnhafarnir tveir spiluðu beint af augum: trompuðu ♠G10 í borði og treystu svo á 3-2-legu í laufi. En til er önnur leið sem sannarlega skilar 13 slögum. Sagnhafi trompsvínar blint fyrir ♠K og losar sig við laufhund úr borði. Trompar næst hinn spaðann, tekur ♣D og eitt tromp í viðbót. Spilar svo litlu laufi og trompar. Stingur loks tígul heim, tekur síðasta tromp vesturs og slagina á frílaufin. Samkvæmt lauslegum útreikningum Óskars uglu gefur spilamennska landsliðsmannanna um það bil 60% vinningslíkur, en leiðin sem virkar er aðeins 35% líkleg til árangurs. „Sem vekur ýmsar spurningar,“ segir Óskar.