Sjávarsíðan Uppsjávarskip við bryggjuna framan við verksmiðju Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Mikið er umleikis eystra nú á vertíðinni.
Sjávarsíðan Uppsjávarskip við bryggjuna framan við verksmiðju Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Mikið er umleikis eystra nú á vertíðinni. — Morgunblaðið/Albert Kemp
Á Fáskrúðsfirði hefur á síðustu dögum verið landað úr fimm norskum skipum alls 2.600 tonnum af loðnu. Aflinn hefur allur verið tekinn hjá Loðnuvinnslunni og fer unninn fyrir Úkraínumarkað. Öll loðna sem komið hefur á land á Fáskrúðsfirði það sem af er vertíð er frá norskum skipum

Albert Kemp

Fáskrúðsfirði

Á Fáskrúðsfirði hefur á síðustu dögum verið landað úr fimm norskum skipum alls 2.600 tonnum af loðnu. Aflinn hefur allur verið tekinn hjá Loðnuvinnslunni og fer unninn fyrir Úkraínumarkað.

Öll loðna sem komið hefur á land á Fáskrúðsfirði það sem af er vertíð er frá norskum skipum. Samanlagður afli þeirra er um 7.000 tonn og af því hafa 3.000 tonn farið í frystingu. Norsku skipin veiða hér við land úr sameiginlegum loðnustofni Norðmanna, Íslendinga og Færeyinga.

Úr Hoffelli, skipi Loðnuvinnslunnar, var svo fyrir skemmstu landað 2.300 tonnum af kolmunna sem fer til bræðslu. Öllu þessu hafa svo fylgt mikil umsvif við höfnina, því að til viðbótar við norsku skipin sem koma inn hefur verið mikið umleikis við útskipanir á frosinni loðnu og fiskimjöli, sem svo er flutt til kaupenda ytra.

Höf.: Albert Kemp