Lykkja Allt gert klárt á dekkinu og svo er flugið tekið upp í þyrluna góðu.
Lykkja Allt gert klárt á dekkinu og svo er flugið tekið upp í þyrluna góðu. — Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Mikilvæg reynsla fékkst þegar félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja á skipinu Þór tóku æfingu með áhöfn TF GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, nú á laugardaginn. Skipið kom nýtt til Eyja í byrjun október á síðasta ári og síðan hefur staðið yfir þjálfun í notkun þess

Mikilvæg reynsla fékkst þegar félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja á skipinu Þór tóku æfingu með áhöfn TF GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, nú á laugardaginn. Skipið kom nýtt til Eyja í byrjun október á síðasta ári og síðan hefur staðið yfir þjálfun í notkun þess. Leit að sjómanni á Faxaflóa í desember sl. sem Eyjamenn tóku þátt í þótti skila sínu rétt eins og æfingin um helgina sem var tekin skammt fyrir utan Heimaey.

„Svona þjálfun er mikilvæg,“ segir Guðni Grímsson björgunarsveitarmaður í samtali við Morgunblaðið. Verkefnið um helgina var að hífa mannskap úr skipinu í þyrluna og aftur öfugt. Þjálfun fékk læknir sem nýlega var munstaður á þyrlu.

Þór hefur staðist væntingar, segir Guðni. Kaupin á skipinu voru fyrsti áfanginn í endurnýjun á björgunarskipaflota Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Næsta nýja skip fer til Siglufjarðar. sbs@mbl.is