Ásmundur Helgason hjá Drápu skrifaði nýverið undir samning við forlagið Minerva Kustannus um að skáldsagan Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson komi út í finnskri þýðingu 2024. Marjakaisa Matthíasson mun þýða bókina, sem enn hefur ekki fengið formlegan titil, en bein þýðing væri Isoveli

Ásmundur Helgason hjá Drápu skrifaði nýverið undir samning við forlagið Minerva Kustannus um að skáldsagan Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson komi út í finnskri þýðingu 2024. Marjakaisa Matthíasson mun þýða bókina, sem enn hefur ekki fengið formlegan titil, en bein þýðing væri Isoveli. Samkvæmt upplýsingum frá Drápu eru forlög í Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi og Bretlandi með bókina til skoðunar auk þess sem verið er að kynna bókina fyrir útgáfum í Frakklandi, Danmörku og víðar. Stóri bróðir hlaut nýverið Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann 2023 og verður því framlag Íslands til Glerlykilsins sem eru samnorræn glæpasagnaverðlaun. Í umsögn dómnefndar sagði að Stóra bróðir væri „haganlega saman sett saga um ofbeldisglæpi og vandlega undirbyggða hefnd með löngum aðdraganda sem flett er ofan af eftir því sem dýpt frásagnarinnar eykst“.