Markahæstir Ásbjörn Friðriksson skoraði 11 mörk fyrir FH í gærkvöldi. Fyrir aftan hann glittir í Birgi Jónsson, sem skoraði 15 mörk fyrir Gróttu.
Markahæstir Ásbjörn Friðriksson skoraði 11 mörk fyrir FH í gærkvöldi. Fyrir aftan hann glittir í Birgi Jónsson, sem skoraði 15 mörk fyrir Gróttu. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
Grótta vann magnaðan viðsnúningssigur á FH, 36:35, þegar liðin áttust við í Olísdeild karla í handknattleik í Kaplakrika í gærkvöldi. Birgir S. Jónsson átti stórleik og skoraði 15 mörk fyrir Gróttu. Ásbjörn Friðriksson var sömuleiðis frábær og skoraði 11 mörk fyrir FH

Grótta vann magnaðan viðsnúningssigur á FH, 36:35, þegar liðin áttust við í Olísdeild karla í handknattleik í Kaplakrika í gærkvöldi.

Birgir S. Jónsson átti stórleik og skoraði 15 mörk fyrir Gróttu. Ásbjörn Friðriksson var sömuleiðis frábær og skoraði 11 mörk fyrir FH.

Grótta er í 9. sæti, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. FH er í 2. sæti, átta stigum á eftir toppliði Vals.

ÍR vann einnig frábæran endurkomusigur á KA, 35:29, þegar liðin áttust við í fallbaráttuslag í Breiðholti.

Ólafur R. Gíslason fór á kostum og varði 17 skot í marki ÍR.

ÍR er áfram í 11. og næstneðsta sæti, fallsæti, en er nú með 8 stig, þremur stigum á eftir KA í 10. sæti.

Selfoss vann þægilegan sigur á botnliði Harðar, 36:29, á Selfossi.

Selfoss er í fínum málum í 6. sæti með 17 stig en Hörður er langneðstur með aðeins 2 stig og fall virðist óumflýjanlegt.