Í grein hér í blaðinu laugardaginn 18. febrúar vitnaði ég í framsöguræðu félagsmálaráðherra frá 19. apríl 1978 fyrir frumvarpi til laga um sáttastörf í vinnudeilum. Þar sagði að árið 1925 hefðu verið sett lög um sáttatilraunir í vinnudeilum.

Í grein hér í blaðinu laugardaginn 18. febrúar vitnaði ég í framsöguræðu félagsmálaráðherra frá 19. apríl 1978 fyrir frumvarpi til laga um sáttastörf í vinnudeilum. Þar sagði að árið 1925 hefðu verið sett lög um sáttatilraunir í vinnudeilum. Árið 1926 hefði sáttasemjari ríkisins fyrst verið skipaður, dr. Björn Þórðarson, síðar forsætisráðherra.

Athygli mín var vakin á því að fyrsti sáttasemjarinn var Georg Ólafsson hagfræðingur, bankastjóri Landsbankans. Ellefu manna nefnd vinnuveitenda og verkalýðs valdi hann til starfsins 23. september 1925 og skyldi hann gegna því í þrjú ár.

Um mánuði síðar lagði hann fram miðlunartillögu í kaupgjaldsdeilu sjómanna og útgerðarmanna. Sjómenn greiddu atkvæði um tillöguna á hafi úti og felldu hana en útgerðarmenn samþykktu. Deilan leystist síðan með samningi 3. desember 1925.

Alþýðublaðið sagði 31. maí 1926 að frést hefði um afsögn Georgs en 25. ágúst 1926 varð lögfræðingurinn dr. Björn Þórðarson sáttasemjari.

Björn Bjarnason.