Einsleitni Vilhjálmur prins af Wales og eiginkona hans Katrín á spjalli við Alison Hammond, einn af kynnum Bafta.
Einsleitni Vilhjálmur prins af Wales og eiginkona hans Katrín á spjalli við Alison Hammond, einn af kynnum Bafta. — AFP/Chris Jackson
Verðlaun bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Bafta, sem veitt voru um helgina, hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir einsleitni hvað viðkemur húðlit verðlaunahafa sem eru allir hvítir, 49 talsins

Verðlaun bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Bafta, sem veitt voru um helgina, hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir einsleitni hvað viðkemur húðlit verðlaunahafa sem eru allir hvítir, 49 talsins. Vefur breska ríkisútvarpsins, BBC, er einn þeirra sem fjalla um málið og bendir á að í hópi tilnefndra hafi um 60% verið hvít. Verðlaunin endurspegli því ekki tilnefningarnar. Lítið virðist hafa þokast í átt að fjölbreytni en fyrir þremur árum voru verðlaunin gagnrýnd fyrir að allir tilnefndir leikarar væru hvítir, 20 talsins. Hópmynd af verðlaunahöfunum í ár segir svo allt sem segja þarf en á henni er aðeins ein þeldökk manneskja, Alison Hammond, sem var kynnir en ekki verðlaunahafi.