Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kjaradeilur hafa sjálfsagt ekki verið jafnharðar á Íslandi um áratugaskeið, eins og merkja má af tungutaki Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um auðvald og verkalýð, yfirstétt og öreiga, sem er dyggilega endurspeglað í hinu hálfopinbera málgagni hennar, Samstöðinni.

Kjaradeilur hafa sjálfsagt ekki verið jafnharðar á Íslandi um áratugaskeið, eins og merkja má af tungutaki Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um auðvald og verkalýð, yfirstétt og öreiga, sem er dyggilega endurspeglað í hinu hálfopinbera málgagni hennar, Samstöðinni.

Samstöðin er að vísu er ekki skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd, en þar er Gunnar Smári Egilsson, sjálft feðraveldi Sósíalistaflokksins, sagður ábyrgðarmaður. Miðillinn er styrktur af Alþýðufélaginu, sem safnar styrkjum (áskriftum) til þess arna, en einnig rennur hluti af fjárframlögum ríkisins til Sósíalistaflokksins þangað.

Nú er nóg að gera í áróðrinum, eins og sést af því að Samstöðin auglýsti eftir blaðamanni, sem á að skrifa á vef hennar og taka þátt í Rauða borðinu, daglegu myndvarpi. Samkvæmt auglýsingu miðast laun við 6. launaflokk Eflingar, sem þó var ekki vitað að væri með samning við Blaðamannafélagið (BÍ).

Þetta er margfalt áfall fyrir verkalýðsbaráttuna og íslenska launþegahreyfingu. Þarna er Samstöðin með frekleg félagsleg undirboð, enda er 6. taxti Eflingar 87.425 kr. undir lágmarkstaxta BÍ, um fimmtungi lægri. Enn undarlegra er þó að sá taxti er þriðjungi lægri en sá, sem Efling krefst af viðsemjendum sínum. Sem átti víst að vera algert lágmark til framfærslu.