Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags.
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags. — Morgunblaðið/Golli
Eik fasteignafélag lækkaði mest allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar í gær. Hafði hlutabréfaverð félagsins lækkað um 3,6% í lok dagsins í 21 milljón króna viðskiptum. Félagið tilkynnti í gær að Jóhann Magnús Jóhannsson yfirlögfræðingur myndi hætta störfum

Eik fasteignafélag lækkaði mest allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar í gær. Hafði hlutabréfaverð félagsins lækkað um 3,6% í lok dagsins í 21 milljón króna viðskiptum. Félagið tilkynnti í gær að Jóhann Magnús Jóhannsson yfirlögfræðingur myndi hætta störfum.

Icelandair lækkaði um 2,9% í viðskiptum gærdagsins, en fram kom á mbl.is að flugfélagið hefði aflýst skipulögðum pakkaferðum vegna verkfalla hótelstarfsfólks. Hagar leiddu aftur á móti hækkanir dagsins, en hlutabréfaverð félagsins hækkaði um rúm 2,3% í 330 milljóna viðskiptum. Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega, eða um 0,08%.