Pallborð er háborð á (baðstofu)palli, segir Ísl. orðabók (og þótt við sleppum baðstofunni á það vel við um t.d. pallborðsumræður, panel discussion)

Pallborð er háborð á (baðstofu)palli, segir Ísl. orðabók (og þótt við sleppum baðstofunni á það vel við um t.d. pallborðsumræður, panel discussion). En að eiga ekki upp á pallborðið hjá e-m þýðir að vera ekki í náðinni, vera ekki mikils metinn af e-m. Að „eiga ekki upp á borð hjá e-m“ verður að þýða eitthvað annað.