Verzló-söngleikur byggður á lögum hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns verður frumsýndur 25. febrúar næstkomandi. Nemendurnir Jón Arnór og Rebekka Rán taka þátt í sýningunni og ræddu söngleikinn Hvar er draumurinn í Ísland vaknar

Verzló-söngleikur byggður á lögum hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns verður frumsýndur 25. febrúar næstkomandi. Nemendurnir Jón Arnór og Rebekka Rán taka þátt í sýningunni og ræddu söngleikinn Hvar er draumurinn í Ísland vaknar. Þau segja að Sálin eigi enn fullt erindi við unga fólkið en Stefán Hilmars spilar m.a. á Nemó-balli skólans. „Sálin lifir enn þá. Það er meiri stemning að fá Stebba þar sem við erum að fara að setja upp eftir lögunum hans. En auðvitað lifir Sálin alltaf,“ sagði hún.