Hífður um borð Rafbúnaðinum var skipað út í Reykjavíkurhöfn.
Hífður um borð Rafbúnaðinum var skipað út í Reykjavíkurhöfn. — Morgunblaðið/Eggert
Rafbúnaður af ýmsu tagi er á leiðinni frá Íslandi til Úkraínu, sem nýtast mun Úkraínumönnum vegna skemmda sem Rússar vinna stöðugt á raforkukerfi landsins. Íslensk orkufyrirtæki gáfu búnaðinn sem fluttur var með Brúarfossi til Danmerkur

Rafbúnaður af ýmsu tagi er á leiðinni frá Íslandi til Úkraínu, sem nýtast mun Úkraínumönnum vegna skemmda sem Rússar vinna stöðugt á raforkukerfi landsins. Íslensk orkufyrirtæki gáfu búnaðinn sem fluttur var með Brúarfossi til Danmerkur. Er farmurinn nú kominn á bíla sem eru á leiðinni til Úkraínu. Mikil leynd hvíldi yfir sendingunni á meðan skipið var á leiðinni yfir hafið. Verðmæti búnaðarins hleypur á tugum milljóna kr. Um er að ræða m.a. vararafstöðvar, viðgerðarbíla, rofa og fleira sem nýtast á til að byggja upp og halda við löskuðu raforkukerfi. » 2