Hreysti Sexyama efstur á veggspjaldi þáttanna.
Hreysti Sexyama efstur á veggspjaldi þáttanna.
Suðurkóreskt menningarefni á það til að heilla og má sem dæmi nefna einhverja bestu kvikmynd síðustu ára, Parasite, eða hina frábæru Oldboy. Suðurkóreskir sjónvarpsþættir virðast líka margir góðir, Squid Game þeirra þekktastir og núna eru komnir á…

Helgi Snær Sigurðsson

Suðurkóreskt menningarefni á það til að heilla og má sem dæmi nefna einhverja bestu kvikmynd síðustu ára, Parasite, eða hina frábæru Oldboy. Suðurkóreskir sjónvarpsþættir virðast líka margir góðir, Squid Game þeirra þekktastir og núna eru komnir á Netflix þættir sem áhugamenn um dramatískar kraftakeppnir ættu ekki láta framhjá sér fara, Physical 100. Hundrað suðurkóresk ofurmenni takast á við hryllilega erfiðar þrautir þar til eitt stendur uppi sem sigurvegari. Þessi ofurmenni eru af ýmsu tagi, karlar og konur. Þarna má finna fyrrverandi ólympíufara í fimleikum, crossfit-meistara, afreksmenn í ísklifri og hnefaleikafólk, svo fáeinir séu nefndir. Til mikils er að vinna, jafnvirði um 37 milljóna króna.

Einn keppandinn er greinilega svo frægur í Suður-Kóreu að hinir keppendurnir fóru hjá sér af hrifningu þegar hann mætti á svæðið. Yoshihiro Akiyama heitir hann, kallaður Sexyama og væntanlega af því að hann þykir ofsalega kynþokkafullur. Sexyama er kóresk-japanskur MMA-bardagakappi og afreksmaður í júdói. Kurteis með eindæmum og fáránlega hraustur þó miðaldra sé. Sjálfkrafa fór ég að halda með Sexyama enda sjálfur miðaldra. Eins og Helgi Björns myndi segja: Eru ekki allir Sexyama? Jú!

Höf.: Helgi Snær Sigurðsson