Verðlaunasýningin Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet við tónlist Bens Frosts í uppsetningu Íslenska dansflokksins snýr aftur fyrir aðeins eina sýningu á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld, miðvikudagskvöld, kl

Verðlaunasýningin Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet við tónlist Bens Frosts í uppsetningu Íslenska dansflokksins snýr aftur fyrir aðeins eina sýningu á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Sýningin var frumsýnd hérlendis 2015 og hefur síðan verið sýnd víða um heim við góðar viðtökur. Höfundar lýsa verkinu sem nútímahelgiathöfn út frá hinu forna sambandi mannsins við náttúruna og ljóðrænni tilraun til að bjarga jörðinni.