70 ára Hjörtur er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum en býr í Keflavík. Hann er byggingafræðingur og húsasmiður að mennt. Hjörtur er kominn á eftirlaun en hann var byggingafulltrúi bæði í Grundarfirði og Hvalfjarðarsveit

70 ára Hjörtur er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum en býr í Keflavík. Hann er byggingafræðingur og húsasmiður að mennt. Hjörtur er kominn á eftirlaun en hann var byggingafulltrúi bæði í Grundarfirði og Hvalfjarðarsveit. Eftir það ók hann ferðamönnum um allt land, sinnti ráðgjöf og vann við smíðar þess á milli. Hjörtur var formaður handknattleiksdeildar Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður þar. Hann var einnig í stjórn Byggingafulltrúafélags Íslands. Hann er núna stjórnarmaður í Drúídareglunni á Íslandi. Áhugamálin eru útivist, félagsstörfin og smíðar.

Fjölskylda Eiginkona Hjartar er Jenný Kolsöe, f. 1952, barnabókahöfundur og listamaður. Sonur þeirra er Guðgeir Hans, f. 1982. Dætur Hjartar úr fyrra hjónabandi eru Sigríður Helga, f. 1971, og Bryndís, f. 1973. Synir Jennýjar eru Halldór Úlfar, f. 1973, og Arilíus Sveinn, f. 1975. Barnabörnin eru orðin fjórtán og langafabörnin tvö. Foreldrar Hjartar voru hjónin Reidar Kolsöe, f. 1902, d. 1983, skipstjóri, og Hallveig Jónsdóttir Kolsöe, f. 1923, d. 1999, skrifstofumaður.