Ógnandi Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson lyftir sér upp fyrir framan vörn Stjörnunnar í leiknum í Garðabæ í gærkvöld.
Ógnandi Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson lyftir sér upp fyrir framan vörn Stjörnunnar í leiknum í Garðabæ í gærkvöld. — Morgunblaðið/Eggert
Eyjamenn unnu frækinn sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla, Olísdeildinni, í Garðabæ í gærkvöld, 26:23. Stjarnan komst í 9:1 á fyrstu 13 mínútunum en Eyjamenn jöfnuðu fljótlega í síðari hálfleik og unnu á góðum endaspretti

Eyjamenn unnu frækinn sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla, Olísdeildinni, í Garðabæ í gærkvöld, 26:23.

Stjarnan komst í 9:1 á fyrstu 13 mínútunum en Eyjamenn jöfnuðu fljótlega í síðari hálfleik og unnu á góðum endaspretti.

ÍBV flýgur þar með úr áttunda sætinu upp í það fjórða með 18 stig, einu stigi meira en Stjarnan sem sígur niður í það fimmta með 17 stig.

Þar að auki eiga Eyjamenn enn tvo frestaða leiki inni, gegn botnliðum deildarinnar, ÍR og Herði, og kæmust upp fyrir bæði FH og Aftureldingu í annað sætið með því að vinna þá báða.

Dagur Arnarsson skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Elmar Erlingsson sex.

Hjá Stjörnunni var Starri Friðriksson með sjö mörk og Tandri Már Konráðsson sex og Adam Thorstensen varði 14 skot.