Norður ♠ Á ♥ ÁK3 ♦ KG853 ♣ DG98 Vestur ♠ DG10964 ♥ G102 ♦ Á6 ♣ Á4 Austur ♠ 72 ♥ 8764 ♦ 10974 ♣ 632 Suður ♠ K853 ♥ D95 ♦ D2 ♣ K1075 Suður spilar 3G

Norður

♠ Á

♥ ÁK3

♦ KG853

♣ DG98

Vestur

♠ DG10964

♥ G102

♦ Á6

♣ Á4

Austur

♠ 72

♥ 8764

♦ 10974

♣ 632

Suður

♠ K853

♥ D95

♦ D2

♣ K1075

Suður spilar 3G.

„Er það svo að gambítur kardínálans virki bara í trompi?“ Það hafði ekki farið fram hjá Óskari uglu að dæmin fram að þessu um gambít Mortons voru öll af trompsamningum. Haraldur háfleygi hafði tínt til þrjár trompslemmur með svipuðu yfirbragði og það hlaut að vekja þá spurningu hvort gambíturinn væri óbrúklegur í grandi.

Ekki vildi Halli meina það: „Ég er hérna með spil þar sem vestur hefur opnað á einum spaða og kemur svo út með spaðadrottningu gegn þremur gröndum.“

Fuglarnir skoðuðu allar hendur og voru fljótir að sjá lausnina – að fara heim á hjartadrottningu í öðrum slag til að spila tígultvisti að blindum, undan drottningunni. Ef vestur drepur á ásinn fríast fjórir tígulslagir og þá er óþarfi að sækja laufið. Og ef hann dúkkar má snúa sér næst að laufinu með einn tígulslag í húsi.