Ákæra Frederiksen sést hér árið 2019 hlið Anders Fogh Rasmussen, þáv. framkvæmdastjóra NATO.
Ákæra Frederiksen sést hér árið 2019 hlið Anders Fogh Rasmussen, þáv. framkvæmdastjóra NATO. — AFP/Claus Bech
Claus Hjort Frederiksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, sagði í gær að hann hefði verið ákærður fyrir að ljóstra upp leyndarmálum danska ríkisins. Sagði Frederiksen á Facebook-síðu sinni að danskir leyniþjónustumenn hefðu afhent sér…

Claus Hjort Frederiksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, sagði í gær að hann hefði verið ákærður fyrir að ljóstra upp leyndarmálum danska ríkisins. Sagði Frederiksen á Facebook-síðu sinni að danskir leyniþjónustumenn hefðu afhent sér ákæruskjalið, en að innihald þess væri merkt sem leynilegt.

Saksóknaraembætti Danmerkur hafði fyrr um daginn lýst því yfir að fyrrverandi þingmaður á danska þinginu hefði verið ákærður fyrir brot sem tengdust því að „ljóstra upp eða afhenda leyndarmál sem talin væru mikilvæg fyrir þjóðaröryggi“.

Viðkomandi þingmaður var ekki nafngreindur í yfirlýsingunni, en Frederiksen, sem var varnarmálaráðherra á árunum 2016-2019, sagði að hann hafnaði því að hann hefði farið yfir mörk málfrelsis síns og neitaði alfarið að hafa lekið meintum leyndarmálum til annars ríkis.

Talið er að málið tengist viðtali sem Frederiksen veitti árið 2021 um hneykslismál, þar sem samvinna dönsku leyniþjónustunnar við bandarísku þjóðaröryggisstofnunina NSA um hleranir á embættismönnum í Frakklandi, Þýskalandi, Noregi og Svíþjóðar fyrir árið 2014 kom í ljós.

Ekki er komin dagsetning á réttarhöldin yfir Frederiksen, en saksóknarar hafa krafist þess að það verði haldið fyrir luktum dyrum.