Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir hefur verið ráðin í starf sveitarstjóra í Þingeyjarsveit út þetta kjörtímabil. Hún var áður sveitarstjóri í Húnaþingi vestra á árunum 2019 til 2022. Áður hafði Ragnheiður starfað í tíu ár sem menningarfulltrúi og…

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir hefur verið ráðin í starf sveitarstjóra í Þingeyjarsveit út þetta kjörtímabil. Hún var áður sveitarstjóri í Húnaþingi vestra á árunum 2019 til 2022. Áður hafði Ragnheiður starfað í tíu ár sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs hjá Eyþingi og sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

Ragnheiður Jóna hefur lokið BA-prófi í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri og MA-prófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur sömuleiðis stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og lokið námslínunni Forysta til framþróunar – leið stjórnenda til aukins árangurs, við Endurmenntun Háskóla Íslands. Ragnheiður tekur við störfum 1. mars.