Andrew Lloyd Webber
Andrew Lloyd Webber
Tónverk eftir Andrew Lloyd Webber er meðal 12 nýlegra tónverka sem flutt verða við krýningu Karls 3. Bretakonungs í Westminster Abbey laugardaginn 6. maí. Frá þessu greinir BBC

Tónverk eftir Andrew Lloyd Webber er meðal 12 nýlegra tónverka sem flutt verða við krýningu Karls 3. Bretakonungs í Westminster Abbey laugardaginn 6. maí. Frá þessu greinir BBC. Þar kemur fram að Karl hafi sjálfur valið tónlistina sem verður flutt við krýninguna. Haft er eftir Webber að hann hafi langað til að verk hans endurspeglaði „þetta gleðilega tilefni“.

Webber, sem er jafngamall og Karl eða 74 ára, lét af störfum í lávarðadeild breska þingsins 2017. Hann hefur alla tíð verið talsmaður lista, ekki síst tónlistar. Hluti athafnarinnar verður sunginn á velsku og John Eliot Gardiner mun stjórna nokkrum kórverkum. Auk nýrra tónverka verða flutt verk eftir William Byrd, Georg Händel og Edward Elgar.