Femínisti Sísí Ingólfsdóttir skoðar birtingarmyndir kynjahlutverka.
Femínisti Sísí Ingólfsdóttir skoðar birtingarmyndir kynjahlutverka.
Enginn karlaklúbbur nefnist sýning sem Sísí Ingólfsdóttir opnar í Hannesarholti í dag kl. 14. Sísí lauk BA-gráðu í listfræði frá HÍ og MA-gráðu í myndlist frá LHÍ. Á sýningunni veltir Sísí fyrir sér „stöðu konunnar og frelsi hennar til þess að taka sér pláss

Enginn karlaklúbbur nefnist sýning sem Sísí Ingólfsdóttir opnar í Hannesarholti í dag kl. 14. Sísí lauk BA-gráðu í listfræði frá HÍ og MA-gráðu í myndlist frá LHÍ. Á sýningunni veltir Sísí fyrir sér „stöðu konunnar og frelsi hennar til þess að taka sér pláss. Með fígúratívum teikningum leikur hún sér að hlutgervingu konunnar við hlið steríótýpu hins hvíta miðaldra karlmans,“ segir í tilkynningu. Þar er tekið fram að Sísí beiti húmor í sköpun sinni og noti einfaldar og hreinar línur með skýru litavali. Sýningin er opin alla daga nema sunnu- og mánudaga milli kl. 11.30 og 16.