Átta Anna Karen Hansdóttir var markahæst á vellinum með 8 mörk.
Átta Anna Karen Hansdóttir var markahæst á vellinum með 8 mörk. — Morgunblaðið/Óttar
Stjarnan hafði betur gegn HK á heimavelli í Olísdeild kvenna í handbolta í gærkvöldi, 24:20. Stjarnan byrjaði mun betur og var staðan 10:4 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. HK lagaði þó stöðuna fyrir hálfleik, því hálfleikstölur voru 12:9

Stjarnan hafði betur gegn HK á heimavelli í Olísdeild kvenna í handbolta í gærkvöldi, 24:20. Stjarnan byrjaði mun betur og var staðan 10:4 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. HK lagaði þó stöðuna fyrir hálfleik, því hálfleikstölur voru 12:9.

Stjörnukonum gekk illa að hrista HK-inga af sér í seinni hálfleik og munaði aðeins tveimur mörkum þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, 17:15. Stjörnukonur voru hins vegar betri á lokakaflanum og fögnuðu fjögurra marka sigri.

Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig, einu stigi á eftir ÍBV í öðru sæti og þremur á eftir toppliði Vals. HK er sem fyrr á botninum með aðeins tvö stig.

Anna Karen Hansdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna og Eva Björk Davíðsdóttir gerði sjö. Embla Steindórsdóttir skoraði fimm fyrir HK, sem er afar líklegt til að falla úr deildinni.