Þríeykið Alma og Þórólfur voru fastagestir á skjánum með Víði.
Þríeykið Alma og Þórólfur voru fastagestir á skjánum með Víði. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Víðir Reynisson, yf­ir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, segist ekki sakna þess að funda með Þórólfi Guðnasyni og Ölmu D. Möller á hverjum morgni klukkan sjö. Ár er síðan öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs Covid-19 var aflétt á Íslandi

Víðir Reynisson, yf­ir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, segist ekki sakna þess að funda með Þórólfi Guðnasyni og Ölmu D. Möller á hverjum morgni klukkan sjö. Ár er síðan öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs Covid-19 var aflétt á Íslandi.

„Við Þórólfur og Alma hitt­umst náttúrlega á hverjum einasta morgni í tvö ár má segja, ef ekki í persónu þá í síma eða á fjarfundum. Þetta eru náttúrlega orðnir vinir manns eftir þetta en ég sakna þess ekki að hitta þau á hverjum degi klukkan sjö. Auðvitað held ég, eins og allir, að það sé gott að við séum komin í gegnum þetta. Svo á svo sem sagan eftir að dæma okkur hvernig þetta gekk í heildina,“ segir Víðir.

„Við vorum mörg með miklar efasemdir um að þetta væri rétti tímapunkturinn,“ segir Víðir um afléttinguna en hann segir að út frá heildarsjónarmiðum hafi þetta verið rétti tíminn til þess að aflétta takmörkunum.

„Þegar var horft á sóttvarnarsjónarmiðin og álagið á spítalann, þá var þetta ekkert búið. Það sem ég er svolítið hræddur um er að ef það verður ekki notað tækifærið núna mjög fljótlega, til að fara ítarlega í gegnum þessi kerfi sem voru undir hvað mestu álagi meðan faraldurinn var, þá verðum við í nákvæmlega stöðu þegar næsti faraldur kemur,“ segir Víðir en nánar er rætt við hann á mbl.is.