Jack Magnet
Jack Magnet
Hið goðsagnakennda tónverk Jack Magnet, sem Jakob Frímann Magnússon sendi frá sér við upphaf níunda áratugarins og var upphaflega gefið út af Warner Brothers í Bandaríkjunum, kom nýverið út í Japan í þriðja skipti

Hið goðsagnakennda tónverk Jack Magnet, sem Jakob Frímann Magnússon sendi frá sér við upphaf níunda áratugarins og var upphaflega gefið út af Warner Brothers í Bandaríkjunum, kom nýverið út í Japan í þriðja skipti. Þótt Jakob hafi á sínum tíma flutt efni af plötunni víða í Evrópu og Bandaríkjunum hefur verkið aldrei verið sett á svið hérlendis fyrr en nú því laugardaginn 25.mars verður verkið flutt í heild sinni á sviði Bæjarbíós í Hafnarfirði. Auk Jakobs Frímanns verður hljómsveitin í grunninn sú sama og þegar Horft í roðann var sett á svið í Bæjarbíói fyrir nokkrum misserum: Eyþór Gunnarsson, Guðmundur Pétursson, Róbert Þórhallsson og Þorvaldur Þór Þorvaldsson auk söngkraftanna Valdimars Guðmundssonar og Dísu. Miðasala hefst á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar á tix.is.