Theódór Kristinn Þórðarson, sem býr í Borgarnesi, var að kaupa fyrir sig og barnabörnin. „Ég þurfti í bæinn, sá bókaútsölurnar í Smáralindinni og það kveikti í mér að koma hingað í Laugardalinn,“ segir hann
Theódór Kristinn Þórðarson, sem býr í Borgarnesi, var að kaupa fyrir sig og barnabörnin. „Ég þurfti í bæinn, sá bókaútsölurnar í Smáralindinni og það kveikti í mér að koma hingað í Laugardalinn,“ segir hann. Hann var þegar búinn að finna Hrafninn – þjóðin, sagan, þjóðtrúin eftir Sigurð Ægisson. Önnur bók í körfunni er Prjón er snilld sem hann segir að eiginkonan hafi valið fyrir tengdadótturina. Hann ætlaði einnig að kaupa Ævintýri H.C. Andersen og Depill kann að telja. Leið Theódórs liggur senn til Eþíópíu og barnabarnið sem er hálfs árs fær þá Depil að gjöf.