Fjórmenningarnir í Uppistandshópnum VHS hafar vakið mikla athygli en Tjarnarbíó hefur verið heimavöllur hópsins sem nú hefur útbúið nýja uppistandssýningu. Villi Neto og Stefán Ingvar Vigfússon mættu í Ísland vaknar og ræddu um sýninguna og rifjuðu upp eftirminnilega tíma úr bransanum

Fjórmenningarnir í Uppistandshópnum VHS hafar vakið mikla athygli en Tjarnarbíó hefur verið heimavöllur hópsins sem nú hefur útbúið nýja uppistandssýningu. Villi Neto og Stefán Ingvar Vigfússon mættu í Ísland vaknar og ræddu um sýninguna og rifjuðu upp eftirminnilega tíma úr bransanum. Villi sagði meðal annars frá einu vandræðalegasta uppistandi sem hann mundi eftir í þættinum en þá var hann fenginn til að vera með uppistand eftir að söngkonan Bríet hafði verið á sviðinu. Skemmst er frá því að segja að það sló hreint ekki í gegn enda fólk bara í stuði til að dansa.

Hlustaðu á viðtalið við Villa og Stefán á K100.is.