Sýning Ólafar Nordal í Ásmundar-
sal, Fygli, verður opnuð í dag kl. 16 og er innsetning með skúlptúrum, texta og hljóðmynd. Ólöf hefur lengi unnið með fugla í verkum sínum sem oft eiga rætur í þjóðtrú, ímyndarsköpun og menningu samtímans, segir í tilkynningu og að Fygli séu skúlptúrar steyptir í brons sem sýni fígúrur í umbreytingu.
„Formgerð þeirra vísar í umskipti frá gervi manns í gervi fugls, frá hinu efnislega til hins andlega. Fyglin eru af heimi gróteskunnar og þess kynlega, en ýja líka að farfuglum þeim sem fljúga yfir hafið jafnt í formi fugls sem og í mennskri formgerð. Verkið er í samtali við nýlegt verk Ólafar sem ber heitið „Mannfuglar“ (2022) og er staðsett í garði hjúkrunarheimilisins Móbergs á Selfossi,“ segir þar og að Ólöf vinni á gagnrýninn og greinandi hátt með menningararfinn, söguna og minni þjóðar í verkum sínum. Viðtal við Ólöfu um sýninguna í Ásmundarsal verður birt í Morgunblaðinu í næstu viku.