Aðalleikarinn Sébastien Ricard ásamt Léu Pool.
Aðalleikarinn Sébastien Ricard ásamt Léu Pool. — Ljósmynd/Amandine Navarro
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í síðustu viku lauk tökum á bíómyndinni Hotel Silence sem byggð er á skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ör, sem fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2017 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2018

Í síðustu viku lauk tökum á bíómyndinni Hotel Silence sem byggð er á skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ör, sem fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2017 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2018.

Kanadíski leikstjórinn Léa Pool leikstýrir myndinni en tökur hófust í lok nóvember og fóru fram í Kanada, Sviss og í bænum Cerbère í Pýreneafjöllum í Suður-Frakklandi. Gert er ráð fyrir að myndin verði frumsýnd næsta haust.

Kanadíski leikarann Sébastien Ricard fer með aðalhlutverk í myndinni. Aðrir helstu leikarar eru Léa Pool, Lorena Handschin, Jules Poirier, Irène Jacob, Louise Turcot og Paul Ahmarani.

Ör er fimmta skáldsaga Auðar Övu. Aðalpersóna bókarinnar er Jónas Ebeneser, 49 ára fráskilinn og handlaginn karlmaður sem leggur af stað í örlagaríkt ferðalag.