Loreen
Loreen
Loreen, sem sigraði Eurovision 2012 með flutning sinn á „Euphoria“, ætlar að freista þess að fá að keppa aftur fyrir hönd Svíþjóðar í Liverpool í vor. Tónlistarkonan keppir í kvöld á fjórða keppniskvöldi Melodifestivalen 2023, sem er…

Loreen, sem
sigraði Eurovision 2012 með flutning sinn á „Euphoria“, ætlar að freista þess að fá að keppa aftur fyrir hönd Svíþjóðar í Liverpool í vor. Tónlistarkonan keppir í kvöld á fjórða keppniskvöldi Melodifestivalen 2023, sem er sambærileg og Söngvakeppni Sjónvarpsins, með lagið „Tattoo“. Um er að ræða síðasta keppniskvöldið, en alls hafa sjö keppendur keppt á hverju kvöldanna fjögurra nú í febrúar. Efstu tvö lög hvers kvöld fara beint áfram í úrlistin sem verða 11. mars, en lögin sem lentu í 3. og 4. sæti keppa í undanúrslitum sem verða 4. mars. Lokakeppnin verður því milli 12 vinsælustu laganna í ár.