Norður ♠ D75 ♥ ÁG865 ♦ 10 ♣ DG96 Vestur ♠ K942 ♥ 92 ♦ K8742 ♣ ÁK Austur ♠ Á103 ♥ KD10 ♦ Á53 ♣ 10853 Suður ♠ G86 ♥ 743 ♦ DG96 ♣ 742 Suður spilar 2♦

Norður

♠ D75

♥ ÁG865

♦ 10

♣ DG96

Vestur

♠ K942

♥ 92

♦ K8742

♣ ÁK

Austur

♠ Á103

♥ KD10

♦ Á53

♣ 10853

Suður

♠ G86

♥ 743

♦ DG96

♣ 742

Suður spilar 2♦.

Eins og nafnið gefur ótvírætt til kynna þá er Artur Malinowski pólskur að ætt og uppruna. En ungur flutti hann til Noregs og þaðan til Englands þar sem hann hefur búið og starfað í tvo áratugi. Starfið hefur að miklu leyti verið fólgið í því að spila við aðals- og efnakonuna Janet de Botton, sem íslenskir spilarar þekkja mætavel af tíðum komum á bridshátíð.

Mannskapur de Botton tók þátt í Lederer-mótinu um síðustu helgi og gekk misjafnlega, endaði í 7. sæti af 10 sveitum. Hér er eitt af góðu spilunum. Það standa 3G í A-V, en Malinowski í suður stal spilinu með því að opna á veikum tveimur í tígli í fyrstu hendi! Ekki alveg eftir bókinni, en reyndist 9 stiga virði þegar allir sögðu pass – fyrst Eric Sælensminde í vestur, svo de Botton í norður og loks Simon Gillis í austur. Allt góðkunningjar á bridshátíð.