Æfing Skriðdrekar bandamanna aka á land í Noregi af pramma.
Æfing Skriðdrekar bandamanna aka á land í Noregi af pramma. — Ljósmynd/Norski herinn
Tuttugu þúsund hermenn, hvort tveggja norskir og frá átta bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins, hefja í dag heræfinguna Joint Viking í norðurnorska fylkinu Troms en henni er ætlað að búa þátttakendur undir að verja landið að vetrarlagi

Tuttugu þúsund hermenn, hvort tveggja norskir og frá átta bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins, hefja í dag heræfinguna Joint Viking í norðurnorska fylkinu Troms en henni er ætlað að búa þátttakendur undir að verja landið að vetrarlagi.

Yngve Odlo, yfirmaður aðgerðastjórnstöðvar norska hersins, FOH, segir æfinguna aldrei hafa verið mikilvægari en nú vegna þess ástands sem ríkir í Evrópu í skugga stríðsátaka. „Stríðið í Úkraínu hefur sýnt okkur að góðum undirbúningi er ekki hægt er að taka sem sjálfsögðum hlut. Undirbúningur er ferskvara og honum þarf að halda við,“ segir Odlo.

Er þátttakendum ætlað að fá smjörþefinn af því hvernig það er að berjast í heimskautaloftslagi. „Sú þekking fæst eingöngu með því að vera hér við slík skilyrði,“ segir aðgerðastjórnandinn enn fremur. Mun æfingin einkum fara fram í Indre Troms, á svæðinu kringum Setermoen, Nordkjosbotn og Bardufoss, en á síðasttalda staðnum eru stórar búðir norska hersins sem Morgunblaðið heimsótti í hitteðfyrra.

Joint Viking stendur fram á fimmtudag í næstu viku og er stærsta heræfingin í Noregi þetta árið.