Líf Magneudóttir
Líf Magneudóttir
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, hefur lagt fram tillögu um að hvert heimili í Reykjavík fái sent kort í strætó með tveimur eða fleiri ókeypis ferðum, eins og það er orðað. Með þessu vill Líf kynna þægindi almenningssamgangna og hvetja til aukinnar notkunar þeirra. Fáir nýta sér þessa þjónustu og hvort að tvær „ókeypis“ ferðir verði til að auka aðsóknina hefur ekki líkurnar með sér, en spillir sjálfsagt ekki fyrir.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, hefur lagt fram tillögu um að hvert heimili í Reykjavík fái sent kort í strætó með tveimur eða fleiri ókeypis ferðum, eins og það er orðað. Með þessu vill Líf kynna þægindi almenningssamgangna og hvetja til aukinnar notkunar þeirra. Fáir nýta sér þessa þjónustu og hvort að tvær „ókeypis“ ferðir verði til að auka aðsóknina hefur ekki líkurnar með sér, en spillir sjálfsagt ekki fyrir.

Hafa má í huga að þessir „ókeypis“ miðar eru mun ódýrari en ætla mætti því að skattgreiðendur borga nú þegar ríflega þrjá fjórðu hluta af kostnaðinum við strætó. Ferðirnar eru þess vegna nú þegar næstum „ókeypis“.

Ef stjórnlyndum stjórnmálamönnum allra flokka tekst að þvinga borgarlínuna upp á skattgreiðendur eykst árlegt framlagið umtalsvert. Engin rekstraráætlun liggur fyrir en gömul drög að rekstraráætlun gera ráð fyrir 1,6 milljörðum króna. Inn í þau drög vantar margvíslegan kostnað og svo hefur verðbólgan bætt í, þannig að mjög varlega áætlað væri kostnaðurinn tveir til þrír milljarðar á ári. Ofan á óheyrilegan upphafskostnaðinn.

Svo verður ef til vill notaður sami margfaldari og í Sæbrautarstokknum, og þá er árlegur rekstrarkostnaður kominn í 20-30 milljarða. Ef til vill er hægt að spara þetta með því að gefa „ókeypis“ strætómiða, jafnvel fleiri en tvo, og láta þá borgarlínuskrímslið eiga sig.