Aðgerðir Björgunarsveitamenn og tæki þeirra á laugardag hjá sjóvarnagarði við Blikastíg á Álftanesi.
Aðgerðir Björgunarsveitamenn og tæki þeirra á laugardag hjá sjóvarnagarði við Blikastíg á Álftanesi. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fram á daginn í dag er gert hlé á leitinni að Stefáni Arnari Gunnarssyni úr Hafnarfirði sem saknað hefur verið frá því 2. mars. Fjöldi björgunarsveitafólks, lögreglulið, slökkviliðsmenn og Landhelgisgæslan tók fram eftir síðastliðnum laugardegi þátt í umfangsmiklum aðgerðum

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Fram á daginn í dag er gert hlé á leitinni að Stefáni Arnari Gunnarssyni úr Hafnarfirði sem saknað hefur verið frá því 2. mars. Fjöldi björgunarsveitafólks, lögreglulið, slökkviliðsmenn og Landhelgisgæslan tók fram eftir síðastliðnum laugardegi þátt í umfangsmiklum aðgerðum. Þegar mest lét aðstoðuðu nálægt því 150 björgunarsveitarmenn lögreglu við leitina sem hafa samkvæmt vísbendingum beinst að vesturströndinni á Álfanesi.

Í leitinni þar, við ágætar aðstæður í góðu veðri, hefur bátum verið siglt um fjöruna, drónum verið flogið yfir og kafarar meðal annars úr björgunarsveitum á Suðurnesjum hafa leitað í lónum og milli skerja. Þyrla hefur einnig flogið yfir svæðið og hundar hafa aðstoðað við leitina. sbs@mbl.is

Höf.: Sigurður Bogi Sævarsson