— Morgunblaðið/Eggert
Á landinu okkar bláa hefur viðrað vel til útiveru síðustu daga og margir hafa verið á gangi, til dæmis í fjörum á Seltjarnarnesi þar sem heyrist í ljúfu öldugjálfri þegar horft er til Keilis og fjalla á Reykjanesskaga

Á landinu okkar bláa hefur viðrað vel til útiveru síðustu daga og margir hafa verið á gangi, til dæmis í fjörum á Seltjarnarnesi þar sem heyrist í ljúfu öldugjálfri þegar horft er til Keilis og fjalla á Reykjanesskaga. Hins vegar er blekkingin ein að vorið sé gengið í garð. Næstu daga má veðurspám samkvæmt búast við norðlægum áttum á landinu með éljagangi og frosti frá þremur gráðum og niður í tíu. Þá gæti í vikulokin orðið éljagangur víða á Norður- og Austurlandi.