Fimm Sandra Erlingsdóttir var markahæst í liði Íslands með fimm mörk þegar það mátti sætta sig við 26:29-tap fyrir Noregi B á laugardag.
Fimm Sandra Erlingsdóttir var markahæst í liði Íslands með fimm mörk þegar það mátti sætta sig við 26:29-tap fyrir Noregi B á laugardag. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mátti þola 26:29-tap í vináttuleik gegn norska B-landsliðinu er liðin mættust í annað sinn á Ásvöllum á laugardag. Liðin mættust einnig á fimmtudagskvöld þar sem Ísland hafði betur, 31:26

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mátti þola 26:29-tap í vináttuleik gegn norska B-landsliðinu er liðin mættust í annað sinn á Ásvöllum á laugardag. Liðin mættust einnig á fimmtudagskvöld þar sem Ísland hafði betur, 31:26.

Íslenska liðið var með undirtökin allan fyrri hálfleikinn og leiddi með fimm mörkum að honum loknum, 16:11.

Munurinn fór mest upp í sjö mörk í stöðunni 22:15, en þá hrundi leikur íslenska liðsins. Norska liðið skoraði hvert markið á fætur öðru og vann síðasta stundarfjórðunginn 14:4 og leikinn í leiðinni.

Sandra Erlingsdóttir var markahæst hjá íslenska liðinu með fimm mörk og Thea Imani Sturludóttir gerði fjögur. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði sjö skot í seinni hálfleik, þar af eitt víti.

Næstu leikir Íslands eru umspilsleikir við Ungverjaland í apríl, þar sem sæti á HM er undir.