Bernadett Hegyi sópran kemur fram á hádegis- tónleikum í Hafnarborg á morgun, þriðjudag, kl. 12. Með henni leikur Antonía Hevesi, píanóleikari og listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Yfirskrift tónleikanna er „Skvísur og skvettur“ en…

Bernadett Hegyi sópran kemur fram á hádegis-
tónleikum í Hafnarborg á morgun, þriðjudag, kl. 12. Með henni leikur Antonía Hevesi, píanóleikari og listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Yfirskrift tónleikanna er „Skvísur og skvettur“ en á efnisskránni eru aríur úr óperum og óperettum eftir Dvořak, Bellini, Mozart og Puccini. Bernadett Hegyi er söngkona frá Búdapest, sem hefur búið og starfað ásamt fjölskyldu sinni í Hafnarfirði frá 2020. Hún lauk meistaranámi í klassískum söng frá Royal Conservatoire í Haag 2016 og hefur sungið víða um Evrópu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.