15. sæti Snorri Einarsson hefur verið besti skíðagöngumaður Íslands um langt árabil og bætti sinn besta árangur á heimsmeistaramóti í gær.
15. sæti Snorri Einarsson hefur verið besti skíðagöngumaður Íslands um langt árabil og bætti sinn besta árangur á heimsmeistaramóti í gær. — Ljósmynd/SKÍ
Snorri Eyþór Einarsson hafnaði í 15. sæti í sinni bestu grein, 50 kílómetra skíðagöngu, á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu í Planica í Slóveníu í gær og náði þar með besta árangri sem Íslendingur hefur náð í greininni á HM

Snorri Eyþór Einarsson hafnaði í 15. sæti í sinni bestu grein, 50 kílómetra skíðagöngu, á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu í Planica í Slóveníu í gær og náði þar með besta árangri sem Íslendingur hefur náð í greininni á HM.

Snorri kom í mark á tímanum 2:04:08,7 og var þannig 2:38,5 mínútum á eftir Norðmanninum Pål Golberg, sem varð fyrstur á tímanum 2:01:30,2.

Landi Golbergs, Johannes Hösflot Klæbo varð annar, aðeins einni sekúndu á eftir honum.

Snorri átti sjálfur besta árangur Íslendings í 50 km skíðagöngu á heimsmeistaramóti, en hann hafnaði í 18. sæti í greininni á HM 2019 í Seefeld í Austurríki.

Hinum 37 ára gamla Snorra gekk vel á heimsmeistaramótinu þar sem hann hafnaði í 22. sæti í 15 km skíðagöngu, sem er hans næstbesti árangur í þeirri grein, og í 28. sæti í 30 km skiptigöngu.