Verðmæti Miklu hefur verið landað af loðnu til hrognatöku fyrir austan.
Verðmæti Miklu hefur verið landað af loðnu til hrognatöku fyrir austan. — Morgunblaðið/Albert Kemp
Mikil umsvif hafa verið við höfnina á Fáskrúðsfirði síðustu daga. Á fimmtudag kom fyrsta færeyska loðnuskipið til Fáskrúðsfjarðar með loðnu til hrognatöku. Var það Tinnur fríði sem var með 1.200 tonn

Albert Kemp

Fáskrúðsfirði

Mikil umsvif hafa verið við höfnina á Fáskrúðsfirði síðustu daga. Á fimmtudag kom fyrsta færeyska loðnuskipið til Fáskrúðsfjarðar með loðnu til hrognatöku. Var það Tinnur fríði sem var með 1.200 tonn. Síðar komu þrjú önnur færeysk skip sem landað hefur verið úr eða bíða eftir löndun. Samanlagt voru þessi skip með 5.000 tonn. Í kjölfarið kom Hoffell, skip Loðnuvinnslunar, með 2.000 tonn. Alls munu því um 7.000 tonn hafa komið í land til hrognatöku þegar þessari löndun lýkur.

Áður hafði verið landað 3.600 tonnum af loðnu til vinnslu hjá Loðnuvinnslunni og hefur sá afli að mestu farið úr landi með skipi sem komið hefur við á leið sinni frá Seyðisfirði. Ekki hefur því þurft að aka með aflann á Seyðisfjörð.