— Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdir við breytingar á húsi Hótels Sögu heitinnar ganga vel og eru á áætlun en byggingin tekur nú hröðum skrefum á sig þá mynd sem hentar þörfum Háskóla Íslands. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er fyrirhugað að fyrstu stúdentarnir flytji á…

Framkvæmdir við breytingar á húsi Hótels Sögu heitinnar ganga vel og eru á áætlun en byggingin tekur nú hröðum skrefum á sig þá mynd sem hentar þörfum Háskóla Íslands. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er fyrirhugað að fyrstu stúdentarnir flytji á næstu vikum inn í stúdentaíbúðir í þeim hluta hússins sem snýr að Þjóðarbókhlöðunni.

Heldur Menntavísindasvið háskólans úti upplýsingasíðunni Ný Saga þar sem í færslu frá 8. febrúar er vitnað í Kristin Jóhannesson, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans, sem segir verklok utan á húsinu áætluð í október. Verið sé að rífa innan úr fimmtu hæðinni og kjallara en þegar rætt var við Kristin í febrúar var að hans sögn ekki enn tekið til við að byggja upp á þeim hæðum sem hýsa eiga Menntavísindasvið skólans.