Rottufínn Starfsfólk hússins leggur lokahönd á gervi Kjartans Darra Kristjánssonar sem leikur rottuna Halald.
Rottufínn Starfsfólk hússins leggur lokahönd á gervi Kjartans Darra Kristjánssonar sem leikur rottuna Halald. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þjóðleikhúsið frumsýndi söngleikinn Draumaþjófinn í leikstjórn Stefáns Jónssonar í gær. Verkið byggist á samnefndri skáldsögu eftir Gunnar Helgason, en tónlistina samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Ljósmyndari blaðsins leit við á æfingu og fangaði stemninguna á bak við tjöldin. Verkið fjallar um það hvernig ástin skorar kúgun og hatur í rottuheimum á hólm.