Tryggja þarf eðlilega afkomu bænda svo nýliðun geti orðið í stéttinni. Þetta segir í umsögn Dalabyggðar um landbúnaðarstefnu sem matvælaráðherra hefur lagt fram og er um þessar mundir til umsagnar í samráðsgátt

Tryggja þarf eðlilega afkomu bænda svo nýliðun geti orðið í stéttinni. Þetta segir í umsögn Dalabyggðar um landbúnaðarstefnu sem matvælaráðherra hefur lagt fram og er um þessar mundir til umsagnar í samráðsgátt. Kröfur um heilsu, velferð og aðbúnað dýra mega heldur ekki vera stífari hér, en í þeim löndum þaðan sem matvæli eru flutt hingað til lands og seld. Slíkt jafnræði er raun mikilvægasti þátturinn til að tryggja samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar.

Um sjálfbæra landnýtingu segir í umsögn Dalabyggðar að bændur verði alltaf bestu vörslumenn landsins. Því sé mikilvægt að byggja upp og viðhalda trausti milli þeirra og yfirvalda landbúnaðarmála.