Lífeyrissjóðirnir eru umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði hér á landi
Lífeyrissjóðirnir eru umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði hér á landi — Morgunblaðið/Þórður
Ætla má að markaðsvirði þeirra hlutabréfa sem íslenskir lífeyrissjóðir eiga hér á landi sé um 730-750 milljarðar króna. Flestir sjóðir eiga hlut í flestum skráðum félögum, þó mismikið. Það er aftur á móti allur gangur á því hvort og þá hversu mikil áhrif sjóðirnir hafa á rekstur félaganna

Ætla má að markaðsvirði þeirra hlutabréfa sem íslenskir lífeyrissjóðir eiga hér á landi sé um 730-750 milljarðar króna. Flestir sjóðir eiga hlut í flestum skráðum félögum, þó mismikið.

Það er aftur á móti allur gangur á því hvort og þá hversu mikil áhrif sjóðirnir hafa á rekstur félaganna. Lífeyrissjóðurinn Gildi er umsvifamestur sjóða á markaði þegar horft er til markaðsvirðis þeirra bréfa sem sjóðurinn á í skráðum félögum en það er einnig sá sjóður sem hefur gengið lengst í afskiptum af skráðum félögum. Í ViðskiptaMogganum í dag er dregin upp mynd af eignum lífeyrissjóða í félögum á Aðalmarkaði Kauphallarinnar og fjallað um möguleg afskipti þeirra af félögunum.