Kim Jong-un
Kim Jong-un
Norður-Kórea segir það jafnast á við stríðsyfirlýsingu skjóti Bandaríkin niður eldflaugar þeirra yfir Kyrrahafi. Ráðamenn í Pjongjang hafa boðað tíð tilraunaskot. Bandaríkin og Japan stjórni ekki hafsvæðum heimsins

Norður-Kórea segir það jafnast á við stríðsyfirlýsingu skjóti Bandaríkin niður eldflaugar þeirra yfir Kyrrahafi. Ráðamenn í Pjongjang hafa boðað tíð tilraunaskot. Bandaríkin og Japan stjórni ekki hafsvæðum heimsins.

Hersveitir Bandaríkjanna og Japan, m.a. B-52 sprengjuvélar, æfa nú saman. Norður-Kórea segir æfingarnar ögrun. Telja þeir föstum skotum hafa verið skotið of nærri landamærum Kóreuríkjanna. Þessu neita þeir sem sunnar eru. Nærri 30 þúsund Bandaríkjamenn eru í Suður-Kóreu.