Boðið verður upp á umræður að lokinni sýningu á Ég lifi enn – sönn saga í Tjarnarbíói 8. mars og 16. mars. Í kvöld verður efni sýningarinnar rætt út frá heilbrigðiskerfinu, aðstandendum og félagslífi eldra fólks

Boðið verður upp á umræður að lokinni sýningu á Ég lifi enn – sönn saga í Tjarnarbíói 8. mars og 16. mars. Í kvöld verður efni sýningarinnar rætt út frá heilbrigðiskerfinu, aðstandendum og félagslífi eldra fólks. Eftir viku er boðið upp á umræður út frá aðferðafræði leikhússins. Í kvöld taka m.a. þátt Alma Möller landlæknir og Berglind Magnúsdóttir, verkefnastjóri Gott að eldast. Eftir viku taka m.a. þátt Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstjóri og Trausti Ólafsson leikhúsfræðingur.