Ársfundur Hörður Arnarson flutti ávarp á fundinum og kynnti áform Landsvirkjunar. Hann hvetur stjórnmálamenn til aðgerða í raforkumálum.
Ársfundur Hörður Arnarson flutti ávarp á fundinum og kynnti áform Landsvirkjunar. Hann hvetur stjórnmálamenn til aðgerða í raforkumálum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Markmiðið er að að orkubúskapur Landsvirkjunar aukist um 1,5 TW árið 2027. Landsvirkun skilaði methagnaði, 44,9 milljörðum króna, á síðasta rekstrarári, og tilkynnt var um arðgreiðslur til ríkisins upp á 20 milljarða króna. Þetta er meðal þess sem fram kom á ársfundi Landsvirkjunar í gær. Eins kom fram í máli stjórnenda að mikil óvissa sé um það hvaða verkefni taki við eftir að fyrirhuguðum framkvæmdum lýkur. Kalla stjórnendur fyrirtækisins eftir því að skýrt verði hver næstu verkefni í rammaáætlun verði. Ekki sé seinna vænna að hefja undirbúningsvinnu strax þar sem alla jafna taki 10-15 ár að koma virkjunum í gagnið eftir að vinna hefst.

Viðar Guðjónsson

vidar@mbl.is

Markmiðið er að að orkubúskapur Landsvirkjunar aukist um 1,5 TW árið 2027. Landsvirkun skilaði methagnaði, 44,9 milljörðum króna, á síðasta rekstrarári, og tilkynnt var um arðgreiðslur til ríkisins upp á 20 milljarða króna. Þetta er meðal þess sem fram kom á ársfundi Landsvirkjunar í gær. Eins kom fram í máli stjórnenda að mikil óvissa sé um það hvaða verkefni taki við eftir að fyrirhuguðum framkvæmdum lýkur. Kalla stjórnendur fyrirtækisins eftir því að skýrt verði hver næstu verkefni í rammaáætlun verði. Ekki sé seinna vænna að hefja undirbúningsvinnu strax þar sem alla jafna taki 10-15 ár að koma virkjunum í gagnið eftir að vinna hefst.

Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sagði í ávarpi að í raun væri orkan sem fyrirtækið hefði að bjóða uppseld. Hvatti hann stjórnmálamenn til þess að leggja flokkadrætti til hliðar í málaflokknum og setja það skýrt fram í rammaáætlun hvað taki við. Benti hann á að þar eð raforkan væri uppseld nú um stundir, hefði Landsvirkjun þurft að hafna umhverfisvænum kostum þar sem raforkan væri einfaldlega ekki til.

Framkvæmdir með vorinu

Fram kom í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, að hann vonist til þess að undirbúningsframkvæmdir við Hvammsvirkjun geti hafist í vor. „Við vonumst til að komast af stað með framkvæmdir á Hvammsvirkjun með vorinu,“ segir Hörður. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þá sagði Hörður jafnframt að samningaviðræður við Alcoa um raforkuverð séu hafnar en ákvæði um endurskoðun raforkuverðs vegna álversins á Reyðarfirði kemur á tíma árið 2028. „Samtalið er byrjað,“ sagði Hörður og bætti við. „Þetta eru stærstu viðskiptasamningar Íslandssögunnar sem verið er að gera. Því er eðlilegt að tekist sé á. En ég hef trú á farsælli lausn eins og í öðrum samningum,“ segir Hörður.