Þjálfari Díana Guðjónsdóttir tekur við liði Hauka á nýjan leik.
Þjálfari Díana Guðjónsdóttir tekur við liði Hauka á nýjan leik. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Díana Guðjónsdóttir er tekin við sem aðalþjálfari kvennaliðs Hauka í handknattleik en Ragnar Hermannsson er hættur með liðið af persónulegum ástæðum. Hann hafði áður ætlað að hætta eftir tímabilið. Díana, sem hefur lengi þjálfað hjá Haukum og áður verið með kvennaliðið, var aðstoðarþjálfari Ragnars

Díana Guðjónsdóttir er tekin við sem aðalþjálfari kvennaliðs Hauka í handknattleik en Ragnar Hermannsson er hættur með liðið af persónulegum ástæðum. Hann hafði áður ætlað að hætta eftir tímabilið. Díana, sem hefur lengi þjálfað hjá Haukum og áður verið með kvennaliðið, var aðstoðarþjálfari Ragnars. Halldór Ingólfsson verður Díönu til aðstoðar. Haukakonur eru í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar og nær öruggar með sæti í úrslitakeppninni.