Umdeild Diacre er umdeildur þjálfari og hefur sætt mikilli gagnrýni.
Umdeild Diacre er umdeildur þjálfari og hefur sætt mikilli gagnrýni. — AFP/Jean-Francois Monier
Corinne Diacre, þjálfari franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kveðst ekki hafa í hyggju að segja starfi sínu lausu þrátt fyrir gagnrýni í sinn garð. Nokkrir leikmenn hafa neitað því að spila á meðan hún er við stjórn

Corinne Diacre, þjálfari franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kveðst ekki hafa í hyggju að segja starfi sínu lausu þrátt fyrir gagnrýni í sinn garð. Nokkrir leikmenn hafa neitað því að spila á meðan hún er við stjórn. „Í meira en tíu daga hef ég þurft að sitja undir ófrægingarherferð sem er stórundarleg hvað ofbeldi og óheiðarleika varðar. Andstæðingar mínir eru ekkert að draga í land og gefa sannleikanum engan gaum,“ sagði Diacre meðal annars í yfirlýsingu.