— AFP/Vano Shlamov
Fjölmenn mótmæli voru á götum Tblisi, höfuðborgar Georgíu, í gær gegn umdeildu frumvarpi stjórnvalda, en það myndi neyða félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem „erlenda útsendara“ ef þeir fá meira en 20% af tekjum sínum erlendis frá

Fjölmenn mótmæli voru á götum Tblisi, höfuðborgar Georgíu, í gær gegn umdeildu frumvarpi stjórnvalda, en það myndi neyða félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem „erlenda útsendara“ ef þeir fá meira en 20% af tekjum sínum erlendis frá. Lögin þykja keimlík rússneskum lögum um svipað efni.

Var áætlað að rúmlega 10.000 manns hefðu lagt leið sína í miðborg Tblisi um kvöldið til að sýna hug sinn. Héldu mótmælendur á fánum Georgíu og Evrópusambandsins, auk þess sem fánar Bandaríkjanna og Úkraínu sáust einnig í mannfjöldanum. Þetta var annar dagurinn í röð sem mótmælt var, en lögreglan leysti upp mótmælin í fyrradag með táragasi. Þá voru 66 handteknir í fyrrinótt vegna mótmælanna.