Í Norr11 Eva sýnir ljósmyndir sínar í versluninni Norr11 á Hverfisgötu.
Í Norr11 Eva sýnir ljósmyndir sínar í versluninni Norr11 á Hverfisgötu.
Eva Schram opnar í dag sýningu í versluninni Norr11, Hverfisgötu 18. Eva sýnir ljósmyndir teknar af íslenskri náttúru og fjallamóðunni sem gerir fjöllin fjarlæg og framandi, líkt og himinn og jörð renni saman í eina óræða heild, eins og því er lýst í tilkynningu

Eva Schram opnar í dag sýningu í versluninni Norr11, Hverfisgötu 18. Eva sýnir ljósmyndir teknar af íslenskri náttúru og fjallamóðunni sem gerir fjöllin fjarlæg og framandi, líkt og himinn og jörð renni saman í eina óræða heild, eins og því er lýst í tilkynningu. Segir þar að verkin hafi þróast á ferðum hennar um öræfi Íslands og dvöl í afskekktum sveitum.

„Listsköpun Evu dansar á mörkum ljóðs og myndlistar – þau þræða einstigið milli teikninga, ljósmynda og texta. Myndir hennar eru mínimalískar en fullar af dulúð og óreiðu sem leitar á mann og dregur augað inn í rammann. Maður finnur sterkt fyrir andrúmslofti náttúrunnar sem bergmálar af myndunum út í buskann – inn í gnauðandi vindinn, lemjandi regnið og þétta þoku og skugga sem leggjast yfir linsuna,“ segir í tilkynningu.