Píanókonsert nr. 2 eftir Johannes Brahms verður fluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í Hörpu í kvöld. Einleikari er suðurkóreski píanóleikarinn Sunwook Kim og er þetta jafnframt frumraun hans með hljómsveitinni. Á vef Hörpu segir að hann hafi vakið heimsathygli þegar hann sigraði í Leeds-píanókeppninni árið 2006 aðeins 18 ára og upp frá því hafi hann verið eftirsóttur einleikari og gagnrýnendur lýst píanóleik hans sem kraftmiklum, listfengum og lýrískum. Á tónleikunum verður einnig leikin sinfónía nr. 3 eftir Brahms.
Hljómsveitarstjóri er Frakkinn Bertrand de Billy, aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.